Baráttusigur í fyrsta leik

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk. Ljósmynd/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Selfoss vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli þegar keppni hófst í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi.

Sigur Selfyssinga var nokkuð óvæntur, að minnsta kosti ef miðað er við spána fyrir veturinn þar sem Stjörnunni er spáð í toppbaráttuna en Selfossi í botnbaráttuna.

Stjarnan leiddi 17-18 í leikhléi en Selfyssingar náðu að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleik og sigruðu 32-31. 

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 9, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2 og Þurðíður Guðjónsdóttir 1.

Viviann Petersen varði 9 skot í marki Selfoss og Þórdís Erla Gunnarsdóttir 3. Samtals voru þær með um 30% markvörslu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti