Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Barbára Sól (t.v.) og Halldóra BIrta á Selfossvelli. Ljósmynd/Selfossfótbolti

Bárbara Sól Gísladóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir, leikmenn Selfoss, hafa verið valdar í U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur í undankeppni EM í Azerbaísjan í byrjun október.

Ísland leikur þar í undanriðli ásamt heimamönnum, Svartfjallalandi og Spáni.

Bárbara Sól á að baki fjóra U17 landsleiki fyrr á þessu ári en þetta er í fyrsta skipti sem Halldóra Birta er valin í keppnishóp.

Þær verða reyndar ekki einu Selfyssingarnir í íslenska hópnum því sjúkraþjálfari liðsins er Hildur Grímsdóttir og fararstjóri er Tómas Þóroddsson.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti