Selfossliðunum spáð 7. sæti

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Teiti Erni Einarssyni og félögum í Selfossliðinu er spáð 7. sæti í Olís-deild karla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingum er spáð 7. sæti bæði í Olís-deild karla og kvenna í handbolta á komandi keppnistímabili.

Spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna var kynnt í dag. ÍBV er spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki og Fram í kvennaflokki.

Selfyssingar eru í 7. sæti í spánni karlamegin. Selfoss varð í 5. sæti í fyrra í tíu liða deild, en nú eru tólf lið í efstu deild. Patrekur Jóhannesson er nýr þjálfari liðsins og hefur Selfyssingum gengið ágætlega á undirbúningstímabilinu og sigruðu meðal annars á Ragnarsmótinu.

Kvennaliðinu er spáð sjöunda og næstneðsta sæti, sama sæti og liðið hafnaði í á síðasta keppnistímabili. Áfram eru átta lið í kvennadeildinni og kvennalið Selfoss er einnig með nýja þjálfara en það eru Örn Þrastarson og Rúnar Hjálmarsson.

Í Grill 66 deildinni, sem áður hét 1. deildin, er Mílunni spáð 8. sæti af tíu liðum. Mílan varð í neðsta sæti í tólf liða deild á síðasta keppnistímabili.

Keppni í Olís-deild karla hefst á sunnudaginn kl. 19:30 með leik Stjörnunnar og Selfoss í Mýrinni í Garðabæ. Fyrsti heimaleikur Selfoss er hins vegar sunnudaginn 17. september þegar nýliðar Fjölnis koma í heimsókn.

Kvennaliðið hefur leik á heimavelli þriðjudaginn 12. september þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Vallaskóla.

Mílan á einnig heimaleik í 1. umferð gegn ungmennaliði Hauka föstudaginn 15. september.

Spánna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Olís deild karla

1. ÍBV 381 stig
2. Valur        361 stig
3. FH 324 stig
4. Afturelding 308 stig
5. Haukar 279 stig
6. Stjarnan 277 stig
7. Selfoss 218 stig
8. ÍR 183 stig
9. Fram 154 stig
10.Fjölnir 130 stig
11.Grótta 124 stig
12.Víkingur 78 stig


Olís deild kvenna

1. Fram 218 stig
2. Stjarnan 199 stig
3. ÍBV 177 stig
4. Valur        163 stig
5. Haukar 153 stig
6. Grótta 124 stig
7. Selfoss 120 stig
8. Fjölnir          94 stig


Grill 66 deild karla

1. KA 311 stig
2. Akureyri 308 stig
3. HK 281 stig
4. Þróttur        260 stig
5. Valur U 222 stig
6. Hvíti riddarinn 201 stig
7. ÍBV U        184 stig
8. Mílan        181 stig
9. Stjarnan U 158 stig
10.Haukar U 144 stig


Grill 66 deild kvenna

1. HK 221 stig
2. KA/Þór        220 stig
3. Afturelding 205 stig
4. FH 191 stig
5. ÍR 165 stig
6. Fylkir        133 stig
7. Víkingur 124 stig
8. Fram U 107 stig
9. Valur U      92 stig
  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti