Selfoss sigraði Fjölni í fyrsta leik

Selfoss sigraði Fjölni 30-27 í fyrstu umferð Ragnarsmóts karla í handbolta í gærkvöldi. Staðan var 16-11 í hálfleik.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Atli Ævar Ingólfsson og Haukur Þrastarson skoruðu 5, Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson 4 og Richard Sigurðsson, Sverrir Pálsson og Helgi Hlynsson skoruðu allir 1 mark.

Í hinum leik gærkvöldsins sigraði ÍR HK 32-22. Davíð Georgsson, Björgvin Hólmgeirsson og Daníel Guðmundsson skoruðu allir 6 mörk fyrir ÍR en Elías Sigurðsson og Grétar Andersen skoruðu báðir 4 mörk fyrir HK.

Í kvöld mætast HK og Selfoss kl. 18:30 og Fjölnir og ÍR kl. 20:15.

Fyrri greinKvenfélagið gaf félagsheimilinu góðar gjafir
Næsta greinLýst eftir Lottóvinningshafa í Hveragerði