Guðmundur skoraði fimm

Guðmundur Gunnar Guðmundsson var í stuði þegar KFR tók á móti Afríku í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur skoraði fimm mörk í 7-1 sigri KFR.

Leikurinn byrjaði reyndar ekki vel hjá Rangæingum því Afríka komst yfir strax á 3. mínútu leiksins. Guðmundur jafnaði metin á 13. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Sigurður Benediktsson KFR yfir með marki úr vítaspyrnu. Guðmundur bætti við öðru marki á 38. mínútu og staðan var 3-1 í hálfleik.

Rangæingar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútum. Guðmundur byrjaði á því að tryggja þrennuna og síðan bætti Magnús Hilmar Viktorsson við marki. Guðmundur Gunnar skoraði svo tvö mörk á lokakaflanum og innsiglaði 7-1 sigur Rangæinga.

KFR er í 3. sæti B-riðilsins með 26 stig en öll spenna er úr riðlinum þar sem Augnablik og ÍH hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Fyrri greinHrunamannahreppur kærir ákvörðun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
Næsta greinJónas og Ritvélarnar í Skyrgerðinni