Selfoss styrkti stöðu sína á toppnum

Barbára Sól skoraði bæði mörk Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann mikilvægan sigur í erfiðum leik gegn ÍR á útivelli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 0-1.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og gerðu harða hríð að marki ÍR. Ísinn var þó ekki brotinn fyrr en á 40. mínútu þegar Barbára Sól Gísladóttir hirti boltann upp í vítateignum og smellti honum í netið. Þetta reyndist eina mark leiksins.

Seinni hálfleikurinn reyndist Selfyssingum mun erfiðari þar sem allt annað var að sjá til ÍR-inga. Heimakonur áttu fínar sóknir og voru nálægt því að skora undir lokin. Reyndar fengu Selfyssingar líka góð tækifæri til þess að auka forystuna en það tókst ekki og lokatölur urðu 0-1. Sætur sigur.

Selfoss hefur 32 stig í toppsæti deildarinnar en þar á eftir koma Þróttur með 29 stig og HK/Víkingur með 27 stig. Þessi lið eiga leik til góða innbyrðis sem leikinn verður annað kvöld.

Fyrri greinGlæsilegt met hjá Magnúsi
Næsta greinÁrborg enn í baráttunni – Stokkseyri fékk skell