Björgvin sjötti á Heimsleikunum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Björgvin Karl í keppninni í Wisconsin. Ljósmynd/Instagram - BK_Gudmundsson

Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í sjötta sæti á Heimsleikunum í CrossFit sem lauk í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Mathew Fraser sigraði með yfirburðum og Brent Fikowski varð annar en baráttan var hörð um næstu sæti og aðeins munaði sex stigum á Björgvin og keppandanum sem varð í 4. sæti. Björgvin hlaut 786 stig í keppninni.

Síðasta greinin kallaðist „Fibonacci final“ og Björgvin byrjaði hana af krafti hann gaf hins vegar eftir undir lokin og missti Noah Olsen fram úr sér, en Olsen náði um leið fimmta sætinu í heildarkeppninni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti