Macintosh í boði á Selfossvelli

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Adólf Bragason formaður og Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri með Macintosh-dósina góðu. Ljósmynd/UMFS

Selfoss tekur á móti Keflavík í kvöld í mikilvægum leik í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu kl. 19:15.

Það verður mikið um dýrðir á vellinum í kvöld og meðal annars verður félögum í stuðningsmannaklúbbi Selfoss boðið upp á Macintosh með kaffinu í hálfleik.

Tilefnið er að í vikunni sömdu Selfyssingar við framherjann Leighton McIntosh og verður hann væntanlega í leikmannahópnum í fyrsta skipti í kvöld.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti