Tólf Selfyssingar í landsliðsverkefnum í sumar

Handknattleiksdeild Selfoss á mikið af ungu og efnilegu íþróttafólki sem hefur verið valið til keppni fyrir Íslands hönd á hinum ýmsustu mótum í sumar.

Þau munu m.a. ferðast til Georgíu, Danmerkur, Þýskalands, Ungverjalands, Svíþjóðar og Makedóníu.

Perla Ruth Albertsdóttir fer með A-landsliði kvenna í undankeppni EM í Danmörku og Tékklandi og Elvar Örn Jónsson fer með U-21 landsliðinu á HM í Alsír.

Ída Bjarklind Magnúsdóttir fer með U-19 landsliðinu á Scandinavian Open Svíþjóð og Teitur Örn Einarsson og Örn Östenberg fara með U-19 landsliðinu á HM í Georgíu.

Katla María Magnúsdóttir ferð með U-17 landsliðinu á EM í Makedóníu, Guðjón Baldur Ómarsson fer með U-17 landsliði á Scandinavian Open Svíþjóð og Haukur Þrastarson fer með U-17 landsliðinu á Ólympíuleika æskunnar í Ungverjalandi.

Þá á Selfoss fjóra leikmenn í U-15 ára landsliði karla sem fer á æfingamót í Danmörku en það eru þeir Tryggvi Þórisson, Vilhelm Freyr Steindórsson, Reynir Freyr Sveinsson og Ísak Gústafsson.

Fyrri greinSkjálfti upp á 4,5 í Kötlu
Næsta greinElvar afgreiddi Gróttu