Fannar fjórði á Íslandsmótinu

Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis, varð í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag.

Fannar Ingi var í toppbaráttunni alla fjóra keppnisdagana en hann gaf eftir á gríðarlega spennandi lokadegi mótsins, lék hring dagsins á 73 höggum og endaði í 4. sæti á 280 höggum.

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, varð í 12. sæti á 287 höggum og Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, varð í 14.-15. sæti á 290 höggum.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Axel Bóasson úr GK fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum en Axel hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús, GR, í þriggja holu umspili um sigurinn.

Fyrri greinLeit frestað um sinn
Næsta greinGáfu Eyvindi gjöf í minningu Jennýjar Lilju