Ægismenn anda léttar eftir þrennu Guðmundar

Ægir vann öruggan útisigur á botnliði Reynis Sandgerði í kvöld. Guðmundur Garðar Sigfússon skoraði þrennu fyrir Ægi.

Ægismenn lyftu sér þar með aðeins upp úr fallbaráttunni og geta andað léttar, í bili að minnsta kosti.

Guðmundur Garðar kom Ægi yfir á 17. mínútu og bætti svo öðru marki við á 39. mínútu. Paul Nicolescu kom Ægi í 0-3 á 43. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var markalaus allt þar til á 84. mínútu að Guðmundur Garðar innsiglaði þrennuna og tryggði Ægi 0-4 sigur.

Ægir hefur nú 11 stig í 7. sæti, að loknum 11 leikjum.

Fyrri greinSelfoss í toppsætið eftir öruggan sigur
Næsta greinSystur sem lifa og hrærast í torfærunni