Mílan fær góðan liðsstyrk

Stjórn Íþróttafélagsins Mílunnar hefur náð samningum við stórskyttuna Atla Kristinsson og hefur hann framlengt samning sinn við félagið til ársins 2019.

Atli er markahæsti leikmaður Mílunnar frá upphafi og hefur gegnt lykilhlutverki í sókn og vörn fyrir félagið.

Þá hefur Mílan fengið mikinn liðsstyrk til viðbótar frá Selfossi þar sem að Örn Þrastarson og Rúnar Hjálmarsson koma báðir á láni til félagsins. Örn og Rúnar hafa báðir spilað í grænu áður með góðum árangri.

Stjórn Mílan fagnar komu og undirskrift þessara þriggja leikmanna og bíður þá hjartanlega velkomna í Mílan og í baráttuna í Grill 66 deildinni sem hefst í september.

Fyrri greinSaurmengun í Ölfusá sprengir skalann
Næsta greinJón Daði til Reading