Klemmdist undir bifreið á gámasvæðinu

Laust fyrir klukkan 21 í kvöld barst lögreglu og sjúkraflutningamönnum tilkynning um slys á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi.

Þar féll bifreið af tjakk með þeim afleiðingum að ungur maður sem var að vinna undir bifreiðinni klemmdist fastur.

Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru árangur og var maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að líðan mannsins sé eftir atvikum.

Fyrri greinSlök frammistaða á Ásvöllum
Næsta greinÁ gjörgæslu eftir slys á gámasvæðinu