Ægir og Stokkseyri töpuðu

Ægir tapaði 0-3 gegn KF í 3. deild karla í knattspyrnu í dag og Stokkseyri steinlá, 6-1, gegn KFS í 4. deildinni.

Ægismenn fengu á sig mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og upphafsmínútu seinni hálfleiks. KF bætti svo þriðja markinu við á 57. mínútu og þar við sat. Lokatölur á Þorlákshafnarvelli 0-3. Ægir er í 7. sæti deildarinnar með 7 stig en KF í 6. sætinu með 15 stig.

Stokkseyringar sóttu KFS heim til Vestmannaeyja. Arilíus Marteinsson kom Stokkseyringum yfir á 23. mínútu en KFS skoraði tvisvar á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddi 2-1 í leikhléi. Í seinni hálfleiknum voru heimamenn sterkari og bættu við fjórum mörkum. Lokatölur 6-1.

Stokkseyringar eru í 6. sæti B-riðils 4. deildarinnar með 10 stig en KFS er í 3. sætinu með 15 stig.

Fyrri greinGuðrún Heiða og Kristinn Íslandsmeistarar
Næsta greinHSU endurnýjar allan bílaflotann