Sigurvegari Giro d'Italia í Kia gullhringnum

Ryder Hesjedal einn þekktasti hjólreiðamaður heims og sigurvegari Giro D’Italia 2012 kom til Íslands í morgun. Hann mun taka þátt í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum á Laugarvatni þann 8. júlí nk.

Keppnin er nú hjóluð í 6. sinn en hún hefur verið haldin á Laugarvatni frá því árið 2012. Ryder ætlar að vera í Reykjavík í dag og á morgun og skjótast í Bláa Lónið sem hann elskar eftir viðkomu hér á landi í vor. Síðan er ferðinni heitið austur á land og tilbaka. Hann stefnir á að hjóla aðeins inn í kringum Landmannalaugar og svo stefnir hann á það að verða einn af fáum til að hjóla inn í Ísgöngunum í Langjökli. Síðan er ferðinni heitið á Laugarvatn þar sem dvelur í þrjá daga.

“Ég kom til Íslands örstutt eða einn dag í lok apríl og ég hjólaði með Hafsteini Ægi keppnismanni og það var gaman. Fjöldi góðra manna tóku á móti mér og við áttum frábæran dag. Seinna bauðst mér að koma að taka þátt í Kia Gullhringnum og ég ákvað að slá til. Ég lít á það sem skyldu mína sem afreksmanni í greininni að ferðast um heiminn og vekja athygli á þessari frábæru íþrótt,” segir Hesjedal.

Í stuttu stoppi hans á Íslandsi í lok apríl hjólaði hann meðal annars “Reyjavíkurvíkurhringinn” sem liggur út á Álftanesið en þá var gerðu gestgjafar hans hér á landi tilraun til að kynna hann fyrir forsetafrúnni, en bæði Hesjedal og Eliza Reid eru kanadísk. “Já, það var skrítið að geta bara hjólað upp að hurð og bankað og spurt eftir forsetafrúnni en það væri gaman að hitta hana í sumar.”

Nánar er fjallað um þetta stutta stopp Hesjadal á Íslandi í hjólreiðatímaritinu Pedölum sem kemur úr prentun á morgun.

Fyrri greinLeikur KFR og Afríku flautaður af eftir tíu mínútur
Næsta greinWaiting For… plata vikunnar á Rás 2