Bláskógaskokk HSK á sunnudag

Bláskógaskokk HSK verður haldið næstkomandi sunnudag, 25. júní og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns.

Vegalengdin er 10 mílur (16,09 km) með tímatöku.

Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri,17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hlaupinu.

Skráningargjaldið er 2.000 kr fyrir 17 ára og eldri (fædd 2000 og fyrr) en 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri (fædd 2001 og síðar).

Hægt er að skrá sig á hlaupasíðunni, www.hlaup.is og greiða með kreditkorti. Forskráningu á hlaup.is lýkur laugardaginn 24. júní kl. 21:00. Eins er skráð á staðnum (íþróttahúsi) fyrir hlaup. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730.

Keppendur þurfa að mæta við Fontana á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Hlauprum er síðan boðið í Fontana að hlaupi loknu.

Ath. Keppendur verða að koma sér sjálfir á rásmark í 10 mílna hlaupinu. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður á hlaupaleiðinni, meðan á hlaupinu stendur.

Verðlaunaafhending verður við íþróttavöllinn á Laugarvatni strax eftir hlaup.

Fyrri greinDaníel ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna '78
Næsta greinStærsta áskorun íslenskra skáta til þessa