Ómar Ingi valinn í lið mótsins

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnús­son var val­inn í úr­valslið á æf­inga­móti sem ís­lenska landsliðið í handbolta lék á um helg­ina.

mbl.is greinir frá þessu

Ómar var marka­hæst­ur í liði Íslands í leikj­un­um gegn Pól­verj­um og Norðmönn­um, og næst­marka­hæst­ur gegn Sví­um. Ómar leik­ur með danska úr­vals­deild­arliði Århus.

Strák­arn­ir okk­ar unnu Pól­verja, töpuðu fyr­ir Norðmönn­um og gerðu jafn­tefli gegn Sví­um

Úrvalslið móts­ins:
Markmaður: Tor­bjørn Ber­gerud, Nor­eg­ur
Vinstri hornamaður: Emil Frend Öfors, Svíþjóð
Línumaður: Bjarte Myr­hol, Nor­eg­ur
Hægri hornamaður: Magn­us Sønd­enå, Nor­eg­ur
Miðjumaður: Sand­er Sagosen, Nor­eg­ur
Vinstri skytta: Rafal Przy­bylski, Pól­land
Hægri skytta: Ómar Ingi Magnús­son, Ísland

Frétt mbl.is

Fyrri grein„Allt að verða klárt“
Næsta greinJónas og Ritvélarnar halda 11 tónleika á 11 dögum