Selfoss tapaði í Breiðholtinu

Selfoss gerði ekki góða ferð í Breiðholtið í kvöld en liðið tapaði 2-0 gegn Leikni í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Leiknismenn höfðu yfirhöndina og Selfoss fékk fá færi.

Leikurinn spilaðist svipað í síðari hálfleik en á 62. mínútu tókst Leikni að komast yfir. Fimmtán mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forskotið og lokatölur urðu 2-0, þar sem Selfyssingum tókst ekki að svara fyrir sig.

Selfoss er í 4. sæti Inkasso-deildarinnar með 10 stig en Leiknir er í 6. sætinu með 8 stig.

Fyrri greinGrátlegt jafntefli á heimavelli
Næsta greinKristrún framlengir við Selfoss