Grímur vann brons á Smáþjóðaleikunum

Júdómaðurinn Grímur Ívarsson úr Umf. Selfoss vann bronsverðlaun í -100 kg flokki á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í gær.

Grímur vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi og það tryggði honum bronsið.

Egill Blöndal fór einnig í glímu um bronsverðlaun í +90 kg flokki en tapaði fyrir andstæðingi frá Lúxemborg. Egill hafði áður unnið glímu gegn Andorramanni en tapað fyrir andstæðingi frá San Marínó.

Fyrri greinSauma fjölnota innkaupapoka fyrir öll heimili í hreppnum
Næsta greinEldur í bát við bryggju