Jafntefli í fyrsta heimaleiknum

Það var mikið um dýrðir á Flúðavelli í kvöld þegar Hrunamenn léku sinn fyrsta heimaleik í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar.

Úlfarnir komu í heimsókn og mættu Hrunamönnum sem nú mæta til leiks í fyrsta skipti á Íslandsmót í meistaraflokki karla í knattspyrnu.

Gestirnir reyndust heilt yfir sterkari í kvöld en Hrunamenn vörðust vel og gestirnir sköpuðu sér fá færi. Staðan var 1-0 í hálfleik en Kjartan Sigurðsson kom Hrunamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Það var svo ekki fyrr en á 86. mínútu að gestirnir náðu að jafna og var þar að verki Gunnar Axel Böðvarsson. Lokatölur 1-1.

Að loknum tveimur umferðum eru Hrunamenn í 7. sæti C-riðils með 1 stig.

Fyrri grein28 nýstúdentar útskrifaðir á Laugarvatni
Næsta greinMenningaveislan hefst á laugardag