Ólafur Magni og Jóna Kolbrún íþróttafólk ársins

Glímumaðurinn Ólafur Magni Jónsson frá Drumboddsstöðum og frjálsíþróttakonan Jóna Kolbrún Helgadóttir úr Reykholti voru valin Íþróttamenn Umf. Biskupstungna 2016 en verðlaunin voru afhent á aðalfundi félagsins í Aratungu á sunnudagskvöld.

Ólafur Magni er mjög öflugur glímumaður sem náði mjög góðum árangri á árinu á öllum glímumótum sem hann tók þátt í en hann sigraði á þeim öllum og varð m.a. Íslandsmeistari í flokki 13 ára.

Jóna Kolbrún keppti á fjölmörgum frjálsíþróttamótum á árinu með góðum árangri, en hún er meðal annars öflugur hlaupari og sigraði til að mynda í 60 metra hlaupi á aldursflokkamóti HSK.

Formannsskipti urðu á aðalfundinum í Aratungu, Smári Þorsteinsson lét af störfum en Oddur Bjarni Bjarnason frá Brautarhóli var kosinn nýr formaður. Þá kom Dagný Rut Grétarsdóttir ný inn í stjórnina.

Fyrri greinIntersport lokar í sumar
Næsta greinSnorri Hrafnkels í Þór