Öruggt hjá Hamri – Stokkseyri gerði jafntefli

Hamar vann öruggan sigur á Ísbirninum og Stokkseyri gerði jafntefli við Vatnaliljur þegar keppni hófst í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Hamar tók á móti Ísbirninum á Grýluvelli og heimamenn komust yfir á 17. mínútu með sjálfsmarki Ísbjarnarins. Gestirnir jöfnuðu hins vegar á 27. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Hvergerðingar voru sterkari í síðari hálfleik og skoruðu þrívegis. Sigurður Andri Jóhannsson kom Hamri í 2-1 á 68. mínútu og Sam Malsom skoraði tvívegis með skömmu millibili rétt fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.

Stokkseyringar áttu einnig heimaleik en þar komu Vatnaliljur í heimsókn. Gestirnir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 42. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Arilíus Marteinsson jafnaði hins vegar metin fyrir Stokkseyri á 74. mínútu og þar við sat.

Fyrri greinÖruggur bikarsigur Selfyssinga
Næsta greinSSK hvetur stjórnvöld til að bæta úr brýnni þörf aldraðara og sjúkra