Góður sigur Selfoss á útivelli

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Barbára Sól Gísladóttir skoraði tvívegis fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi Ólafsvík í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Ólafsvíkurvelli urðu 0-4.

Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Barbára Sól Gísladóttir braut ísinn á 11. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Karitas Tómasdóttir. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Selfoss aftur tvö mörk á stuttum kafla. Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði á 62. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Barbára sitt annað mark og tryggði Selfyssingum 0-4 sigur.

Selfoss er nú í 4. sæti deildarinnar með 3 stig.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti