Ölkelduhlaup – Minningarhlaup

Skokkhópur Hamars í Hveragerði mun standa fyrir 24 km utanvegahlaupi 25. maí næstkomand. Hlaupa á til minningar um ungan dreng, Mikael Rúnar Jónsson, sem lést af slysförum þann 1. apríl síðastliðinn.

Foreldrar hans hafa verið dyggir félagar í hlaupahópnum og mun allur ágóði hlaupsins renna til fjölskyldunnar.

Hlaupið er allt utanvega og er hlaupið frá Lystigarðinum í Hveragerði, með Hamrinum upp í Reykjadal, umhverfis Ölkelduhnjúk og sömu leið til baka. Nánari lýsing á hlaupinu má sjá á hlaup.is. Hlaupið hefst kl 10 um morguninn. Forskráning er á hlaup.is og er gjaldið kr. 3.000. Hægt er að skrá sig á staðnum og þá er gjaldið kr. 3.500.

Jafnframt mun Skokkhópurinn standa fyrir 5 km hlaupi sama dag sem hefst kl 11 í Lystigarðinum í Hveragerði. Hvetjum við sem flesta til að mæta þar og styðja gott málefni. Skráning í 5 km er á staðnum og er lágmarksgjald kr. 1.000.

Fyrri greinSkógarfuglar éta úr lófa
Næsta greinFærri slys við Gull­foss og Geysi