Selfoss og KR gerðu jafntefli í snjónum

Það var ekki mjög sumarlegt um að lítast á Selfossvelli í dag þar sem Selfoss og KR gerðu markalaust jafntefli í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Selfoss átti fínar sóknir og fékk ágætis færi til þess að skora. KR var meira með boltann í snjókomunni í seinni hálfleik en Selfossliðið varðist vel og gestirnir fengu ekki afgerandi færi. Helst var að hætta skapaðist í kringum föst leikatriði.

Þetta var síðasti leikur Selfoss í Lengjubikarnum en liðið lauk keppni með 4 stig í botnsæti B-deildarinnar. KR varð í 2. sæti með 10 stig.

Fyrri greinGleðilegt sumar!
Næsta greinÖruggur sigur Selfoss í fyrsta leik