Selfoss tapaði í Safamýrinni

Selfoss tapaði með níu marka mun þegar liðið heimsótti topplið Fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Leikurinn var jafn fyrstu tuttugu mínúturnar en Framarar breyttu þá stöðunni úr 9-9 í 15-11 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Fram jók forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik og lokatölur urðu 32-23.

Perla Ruth Albertsdóttir og Dijana Radojevic voru markahæstar Selfyssinga með 4 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu 3 mörk, Arna Kristín Einarsdóttir, Adina Ghidoarca og Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoruðu allar 2 mörk og þær Margrét Jónsdóttir, Ásta Margrét Jónsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 1 mark.

Þetta var leikur í næstsíðustu umferð deildarinnar en það er ljóst að Selfoss mun fara í umspil gegn liðinu í 2. sæti 1. deildar, um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Fyrri greinHamar vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinEldur í reykháf á Kaffi Krús