Stórt tap í síðasta heimaleiknum

Mílan lék sinn síðasta heimaleik í 1. deild karla í handbolta í vetur í kvöld þegar liðið tók á móti Stjörnunni U. Gestirnir sigruðu 12-26.

Stjörnumenn voru betri nánast allan tímann og voru komnir með öruggt forskot í hálfleik, 7-14. Mílan skoraði aðeins fimm mörk í síðari hálfleik og að lokum skildu fjórtán mörk liðin að.

Gunnar Ingi Jónsson var markahæstur hjá Mílunni með 3 mörk, Magnús Már Magnússon, Gunnar Páll Júlíusson og Gísli Frank Olgeirsson skoruðu allir 2 mörk og Sverrir Andrésson, Birgir Örn Harðarson og Einar Sindri Ólafsson skoruðu allir 1 mark.

Mílan er í botnsæti deildarinnar með 3 stig og mætir toppliði Fjölnis í lokaumferðinni þann 7. apríl.

Fyrri greinHamar tapaði fyrsta leiknum
Næsta greinNýjar merkingar á öllum slökkvibílum