Þórir sæmdur norska riddarakrossinum

Þórir Hergeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Þórir Her­geirs­son, þjálf­ari heims- og Evr­ópu­meist­ara Nor­egs í hand­knatt­leik, var í fyrr í vikunni sæmd­ur norska ridd­ara­kross­in­um við hátíðlega at­höfn.

Þórir fær heiðursorðuna vegna starfs hans í þágu Nor­egs, en norska kvenna­landsliðið hef­ur verið sann­kallað stór­veldi í hand­knatt­leiks­heim­in­um síðust ár und­ir stjórn hans.

Orðuveitingin fór fram við hátíðlega at­höfn í kon­ungs­höll­inni í Osló og var hluti af dagskrá íslensku for­seta­hjónanna sem eru þar í op­in­berri heim­sókn.

Fyrri greinDagsektir lagðar á bónda á Suðurlandi
Næsta greinÞrjár heimakonur semja við Selfoss