BES í úrslit Skólahreysti

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) sigraði í Suðurlandsriðli Skólahreysti. Keppnin fór fram síðastliðinn miðvikudag í Ásgarði í Garðabæ.

BES sigraði með 57 stigum, Grunnskólinn á Hellu fékk 53 stig og Grunnskóli Bláskógabyggðar 52,5 stig. Þar á eftir komu Sunnulækjarskóli með 49 stig og Flúðaskóli með 44 stig. Ellefu skólar tóku þátt í keppninni.

BES er þar af leiðandi kominn í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll 26. apríl og verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Þetta er glæsilegur árangur hjá liði BES en skólinn náði 4. sæti í fyrra. Nemendur BES hafa æft linnulaust fyrir keppnina í vetur undir handleiðslu Vigfúsar Helgasonar íþróttakennara. Lið skólans skipa Halldór Ingvar Bjarnason, Símon Gestur Ragnarsson, Bríet Bragadóttir, Lilja Atladóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Ás Þórisson og Hrafn Arnason.

Fyrri greinÆgir valtaði yfir KFR
Næsta greinÞórsarar jöfnuðu einvígið