Fjölnir tók forystuna

Hamar og Fjölnir mættust í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi í fyrsta leiknum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Fjölnir hafði betur, 88-76.

Fjölnismenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en þeir höfðu öruggt forskot í leikhléi, 54-32. Hamar saxaði á forskotið í 3. leikhluta og munurinn var kominn niður í tíu stig snemma í 4. leikhluta, 80-70. Fjölnir hélt Hamri hins vegar í góðri fjarlægð eftir það og vann að lokum öruggan sigur.

Næsti leikur liðanna verður í Hveragerði á föstudag kl. 20:00. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í einvígi gegn annað hvort Breiðabliki eða Val, en Valsmenn unnu Blika í kvöld í leik 1.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 28 stig/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12 stig, Snorri Þorvaldsson 8 stig, Örn Sigurðarson 7 stig/8 fráköst, Hilmar Pétursson 6 stig/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 5 stig/7 fráköst, Oddur Ólafsson 5 stig/4 fráköst, Smári Hrafnsson 5 stig4 fráköst.

Fyrri greinHinn látni fékk hjartaáfall
Næsta greinNýi Hamar formlega vígður