Golfmót á geggjuðum velli í desember

Aðventumót Golfklúbbs Selfoss var haldið á Svarfhólsvelli í 8°C hita, þoku og logni í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn hefur getað haldið mót á aðventunni.

Fullt var í mótið, 36 keppendur og spiluð 9 holu punktakeppni. Hallur Halldórsson sigraði, Auðunn Elvar Auðunsson varð annar og Kjartan Þór Ársælsson þriðji.

Að sögn Hlyns Geirs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra GOS, er Svarfhólsvöllur „geggjaður“ um þessar mundir. Aðeins blautur, en kylfingarnir setja það ekki fyrir sig þar sem ánægjan af spilamennskunni yfirskyggir allt.

„Við höldum vonandi áramót ef veðrið verður áfram svona gott,“ sagði Hlynur léttur að lokum.


Róbert Karel Guðnason, Guðjón Öfjörð og Páll Sveinsson voru sáttir við að fá að munda kylfurnar í desember. Ljósmynd/GOS


Auðunn og Hallur með Gunnar Marel vallarstjóra á milli sín. Ljósmynd/GOS

Fyrri greinDansandi krossfiskar í fjölbraut
Næsta greinÞór og FSu í 8-liða úrslit