Íslandsbanki styður fimleikadeild Selfoss

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðal styrktaraðili fimleikadeildarinnar.

Samningurinn hefur verið virkur í nokkur ár og í tilkynningu frá deildinni segir að það sé afar mikilvægt að hafa trausta bakhjarla sem styðja fjárhagslega við starfsemina.

Deildin hefur á undanförnum árum sýnt afburða árangur og er skemmst að minnast að í vor tryggði meistaraflokkur deildarinnar sér Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitilinn í blönduðum flokki annað árið í röð og nú í haust náðu alls átta ungmenni frá deildinni sæti í landsliðum hópfimleika þar sem öll lið Íslands komu heim með verðlaun.

Íþróttafélög þurfa öll á góðum stuðningi að halda og er fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss mjög ánægð með þann góða stuðning sem Íslandsbanki sýnir deildinni árlega.

Fyrri greinSöfnuðu glæsilegri upphæð fyrir Sjóðinn góða
Næsta greinDirty Deal í Græna herberginu