Þór vann í háspennuleik

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Haukum í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust á Ásvöllum, 77-82.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og hvorugt liðið náði meira en fimm stiga forskoti fram í þriðja leikhluta. Staðan í hálfleik var 38-37.

Þórsarar byrjuðu betur í síðasta fjórðungnum og komust sjö stigum yfir, 71-78. Á lokasekúndunum hefðu Haukar getað jafnað en síðasta skotið geigaði og Þórsarar fögnuðu sigri.

Þetta var annar sigur Þórsara í röð en liðið er nú með fjögur stig um miðja deild.

Tobin Carberry var bestir í liði Þórs, skoraði 29 stig og tók 9 fráköst. Maciej Baginski skoraði 13 stig, Halldór Hermannsson 10, Ólafur Helgi Jónsson, Davíð Arnar Ágústsson og Emil Einarsson skoruðu allir 8 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 4 og Ragnar Bragason 2.

Fyrri greinMílan varð undir á heimavelli
Næsta greinÖruggir sigrar hjá Hamri og FSu