Öflugt starf og fjárhagurinn traustur

Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn að Laugum í Sælingsdal sl. laugardag. Fulltrúar HSK á fundinum voru þau Guðríður Aadnegard og Engilbert Olgeirsson.

Á fundinum var lögð fram myndarleg skýrslu um starfsemina sem sýnir starfsemi UMFÍ er öflug um þessar mundir.

Fundarfólki gafst tækifæri á að skoða húskynnin á Laugum sem hýsa ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ. Nokkur óvissa er með framtíð búðanna, þar sem Dalabyggð hefur auglýst húskostinn á Laugum til sölu.

Áreikningur 2015 var lagður fram og samþykktur. Á síðustu sambandsráðfundum hefur ársreikningi verið vísað til sambandsþings, þar sem hann var ekki samþykktur einróma. Á fundinum á laugardag kom fram almenn ánægja með störf og fjármál UMFÍ.

Rekstartekjur voru rúmar 429 milljónir og rekstargjöld um 422 milljónir. Rekstarafkoman var því jákvæð um rúmar 6,4 milljónir og að teknu tilliti til hlutdeildar í afkomu Íslenskrar getspár var heildarafkoman jákvað um 37 milljónir. Á fundinum var greint frá því að í ár hafi 30 milljónir verið greiddar inn á langtímalán, sem tekið var þegar húseignin í Sigtúni, sem hýsir höfuðstöðvar UMFÍ var keypt. Einu blikurnar í rekstri UMFÍ um þessar mundir, er verri afkoma á rekstri skrifstofu Evópu unga fólksins, sem er tilkomin vegna gengisbreytinga.

Unnið hefur verið að stefnumörkun fyrir UMFÍ undanfarin misseri og drög að stefnu samtakana var lögð fram á fundinum og rædd í vinnuhópum. Í stefnunni eru settir fram níu áhersluflokkar sem snúa að innihaldi stefnunnar og vinnulagi.

Fjölmagar tillögur voru samþykktar, sem flestar voru þakkar- og hvatningartillögur. Einnig var samþykkt tillaga að veita stjórn UMFÍ umboð til að vinna áfram að því að undirbúa mögulega stofnun lýðháskóla.

Í lok fundar voru kynnt helstu verkefni sem unnið er að um þessar mundir. Þar má nefna undirbúning fyrir Landsmót 50+, sem haldið verður í Hveragerði 23. – 25. júní 2017 og Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi.

Fyrri greinHundi bjargað úr brennandi parhúsi
Næsta greinNorrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir á Selfossi