Eva María setti nýtt Íslandsmet í hástökki

„Þetta var æðislegt. Ég hef lengi stefnt að þessu,“ segir Eva María Baldursdóttir í HSK. Hún setti nýtt Íslandsmet í hástökku á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi í dag.

Eva María stökk 1,61 metra og setti með því Íslandsmet í flokki 13 ára stúlkna.

Eva María, sem verður 13 ára í september, varð í fyrsta sæti í sínum flokki á mótinu. Hún reyndi við 1,63 í næsta stökki en felldi þá hæð.

Á vef UMFÍ kemur fram að mikill kraftur hefur verið á Unglingalandsmóti UMFÍ um helgina og mörg landsmótsmet verið slegin í frjálsum.

Fyrri greinLeitað að ungri stúlku í nótt
Næsta greinBúið að opna Eyrarbakkaveg