Glæsilegt Íslandsmót framundan á Brávöllum

Íslandsmótið í hestaíþróttum hefst á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis að Brávöllum á Selfossi á morgun, miðvikudaginn 20. júlí.

Öllu verður tjaldað til enda búist við fjölda knapa, hesta og áhorfenda. Mótanefnd Sleipnis hefur unnið markvisst að undirbúningi og verður mótssvæðið í hátíðarbúning og allt hið glæsilegasta.

Framkvæmdarnefnd mótsins býður, fyrir hönd Sleipnis, alla velkomna að Brávöllum á Selfossi þar sem okkar bestu hestar og knapar munu leika listir sýnar á glæsilegu Íslandsmóti.

Fyrri greinValorie verður spilandi þjálfari með Guðjón Bjarna til aðstoðar
Næsta greinVinnusýning Hugverks í heimabyggð opnuð í dag