Guðni Páll fyrstur Íslendinga í mark

Laugavegshlaupið fór fram í dag og þar sigruðu þau Sébastien Camus frá Frakklandi og Jo Meek frá Bretlandi. Sigurvegarinn í kvennaflokki, Jo Meek frá Bretlandi kom í mark á nýju brautarmeti, 5:00:46.

Gamla metið var 5:00:55 en Angela Mudge setti það árið 2012. Sigurvegarinn í karlaflokki var Sébastien Camus frá Frakklandi á 6.besta tíma karla frá upphafi.

Fyrstu þrír karlar
1. Sébastien Camus, Frakklandi, 4:24:26
2. Michael Wardian, Bandaríkjunum, 4:34:37
3. Benoit Thomas Branger, Frakklandi, 4:35:38

Fyrsti íslenski karl í mark var í fjórða sæti, Mýrdælingurinn Guðni Páll Pálsson á tímanum 4:40:19. Guðni bætti sinn besta tíma um 11 mínútur en hann hljóp á 4:51:08 í fyrra.

Fyrstu þrjár konur
1. Jo Meek, Bretlandi, 5:00:46 (brautarmet)
2. Naomi Imaizumi, Japan, 5:25:43
3. Moira Davie, Bretlandi, 5:27:09

Fjórða kona í mark og fyrsta íslenska konan var Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 5:34:03 sem er tveggja sekúndna bæting á hennar besta tíma frá árinu 2014.

Heildarfjöldi hlaupara sem kom í mark í dag var 408 og hér má sjá úrslit hlaupsins.

Fyrri greinLoksins sigur hjá KFR – Ægir tapaði
Næsta greinStefán Magni þjálfar hjá FSu