Landsliðssystkini á Selfossi – Teitur framlengir

Á undanförnum árum hefur Selfoss átt vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands í handbolta, sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið.

Nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkini og það er algjört einsdæmi á Íslandi.

Þetta eru þau: Teitur Örn Einarsson (U-18) og Hildur Helga Einarsdóttir (U-14). Katrín Ósk Magnúsdóttir (U-20) og Katla María Magnúsdóttir (U-16). Elena Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14). Hulda Dís Þrastardóttir (U-20) og Haukur Þrastarson (U-16), en þau eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu.

Þegar hópurinn var myndaður á bökkum Ölfusár á dögunum sáu stjórnarmenn sér leik á borði og tryggðu sér á staðnum áframhaldandi samningi við Teit Örn Einarsson og mun hann leika með karlaliði félagsins í Olís-deildinni næsta vetur.

Fyrri greinSuðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss
Næsta greinBanaslys á Suðurlandsvegi