Selfossi spáð 6. sæti

Kvennaliði Selfoss er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í spá fotbolti.net sem birt var um helgina. Selfoss náði sínum besta árangri í sögunni í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti deildarinnar.

„Ég er ekki hissa á að vera spáð 6. sætinu. Við erum lítið bæjarfélag og ekki lengur með stórt nafn eins og Dagnýju Brynjars. Ég held að það sé auðvelt að vanmeta okkur,“ segir Valorie O’Brien þjálfari Selfyssinga í samtali við Fótbolti.net.

„Markmið okkar er eins og alltaf að gera betur en á síðasta tímabili. Það er ekkert öðruvísí í ár. Við höfum klifrað upp töfluna undanfarin fimm ár og á þessu tímabili er stefnan sett á að enda ofar en þriðja sætið.“

Selfoss hefur keppni í Pepsi-deildinni á miðvikudag þegar liðið sækir ÍBV heim. Fyrsti heimaleikurinn er 18. maí gegn Stjörnunni.

Spá fotbolti.net

Fyrri greinFrjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi í sumar
Næsta greinSinueldur 200 metra frá slökkvistöðinni