Selfoss vann Þrótt og mætir Þrótti

Selfoss mætir Þrótti í 4-liða úrslitum umspils 1. deildar karla í handbolta. Þetta var ljóst eftir úrslitin í lokaumferð deildarinnar í kvöld, þar sem Selfoss lagði einmitt Þrótt að velli.

Selfoss vann Þrótt örugglega, 33-24, í Vallaskóla. Staðan í hálfleik var 16-12. Á sama tíma vann Fjölnir öruggan sigur á toppliði Stjörnunnar, 29-32.

Stjarnan lauk keppni í 1. sæti deildarinnar með 36 stig og fer beint upp. Þar á eftir koma Fjölnir og Selfoss með 34 stig en Fjölnir hefur betur í innbyrðis leikjum og er því í 2. sæti. Þróttur er í 4. sæti með 20 stig, jafnmörg stig og HK sem er í 5. sæti.

Það verða því Selfoss og Þróttur annars vegar, og Fjölnir og HK hins vegar, sem mætast í fyrri umferð umspilsins.

Í leik kvöldsins í Vallaskóla var Teitur Örn Einarsson markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 7, Atli Kristinsson 5, Guðjón Ágústsson og Andri Már Sveinsson 3, Alexander Egan 2 og þeir Hergeir Grímsson, Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Sverrir Pálsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinUmferð um Mýrdalssand jókst um 83% í mars
Næsta greinSelfoss enn án stiga