Selfoss tapaði heima

Kvennalið Selfoss fékk Stjörnuna í heimsókn í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Stjarnan vann sannfærandi sigur, 18-31.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og Selfossliðið sýndi ágæta kafla en Stjarnan leiddi í hálfleik, 11-12. Í síðari hálfleik gekk lítið upp hjá Selfyssingum og Stjarnan náði strax góðu forskoti. Selfoss skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik gegn nítján mörkum Stjörnunnar og lokatölur urðu 18-31.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir og Elena Birgisdóttir 2 og þær Hildur Öder Einarsdóttir og Steinunn Hansdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er áfram í 7. sæti deildarinnar með 25 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Fyrri grein„Við köstuðum þessu frá okkur“
Næsta greinSelfyssingar saman í fremstu víglínu