Selfoss tapaði á Hlíðarenda

Kvennalið Selfoss sótti Val heim á Hlíðarenda í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Valskonur voru sterkari stærstan hluta leiksins og sigruðu 30-24.

Selfoss hafði frumkvæðið framan af leik og leiddi 4-6 þegar rúmar 13 mínútur voru liðnar. Valur jafnaði 6-6 á fimm mínútna kafla og náði í kjölfarið 11-7 forystu. Staðan var 13-9 í hálfleik.

Valskonur byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og komust í 16-10 og Selfyssingar áttu erfitt með að brúa bilið eftir það. Munurinn varð mestur átta mörk, en Selfoss klóraði í lítillega í bakkann á lokamínútunum.

Eftir leiki kvöldsins er Selfoss áfram í 7. sæti með 22 stig, en Fylkiskonur sem sitja í 8. sætinu nálgast Selfoss og eru nú með 20 stig.

Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Stein­unn Hans­dótt­ir skoraði 4, Perla Rut Al­berts­dótt­ir og Kristrún Steinþórs­dótt­ir 3 og þær Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir, Mar­grét Katrín Jóns­dótt­ir, Thelma Sif Kristjáns­dótt­ir, Adina Ghido­arca og Car­men Palam­ariu skoruðu 1 mark hver.

Næsti leikur Selfoss er gegn ÍR á heimavelli, á sunnudaginn kl. 14.

Fyrri greinHamar tapaði úti
Næsta greinFimmtán milljarðar króna í stækkun Búrfellsvirkjunar