Hamar tapaði heima

Hamar tapaði 66-84 þegar Haukar komu í heimsókn í Hveragerði í Domino's-deild kvenna í körfubolta í gær.

Haukar tóku leikinn í sínar hendur strax á upphafsmínútunum og leiddu 36-55 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafnari en stigamunurinn hélst svipaður út leikinn.

Að loknum átján umferðum er Hamar í botnsæti deildarinnar með 4 stig. Næsti leikur liðsins er þann 28. febrúar þegar Snæfell kemur í heimsókn í Frystikistuna.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 29 stig/8 fráköst (17 í framlag), Íris Ásgeirsdóttir 18 stig/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9 stig/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4 stig/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2 stig, Karen Munda Jónsdóttir 1 stig.

Fyrri greinFramarar sterkari í lokin
Næsta greinÍbúarnir farga sjálfir lífrænu sorpi í Hörputurn