Páll Bragi landsliðseinvaldur á HM

Páll Bragi Hólmarsson í Austurkoti í Sandvíkurhreppi mun stýra íslenska landsliðinu á heims­meist­ara­móti íslenska hestsins í Danmörku 3.-6. ág­úst næstkomandi.

Páll Bragi hef­ur verið liðsstjóri ís­lenska landsliðsins á tveim­ur Norður­landa­mót­um auk þess sem hann hef­ur verið liðsstjóri og þjálf­ari finnska landsliðsins í nokk­ur ár.

„Þetta er mik­ill heiður og ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir að mér skuli hafa verið falið þetta hlut­verk. Það er mér hjart­ans mál að þetta gangi vel,“ seg­ir Páll Bragi í samtali við Morgunblaðið.

„Við ætl­um að hlúa bet­ur að kyn­bóta­hross­un­um en hef­ur verið. Jafn­mik­ill metnaður verður lagður í þau og sport­hest­ana,“ seg­ir Páll Bragi og bæt­ir við að þrír þjálf­ar­ar verði með í för og muni einn þeirra sjá um kyn­bóta­hlut­ann, einn um ung­menn­in og einn um full­orðna, en all­ir myndi þeir eitt teymi með hon­um.

Keppt verður í tölti, fjór­gangi, fimm­gangi, gæðinga­skeiði, 250 metra skeiði og 100 metra skeiði. Úrtaka fyr­ir landsliðið fer fram 10.-14. júní en end­an­legt val verður lík­lega til­kynnt um miðjan júlí.
Fyrri greinHrútar sigruðu í Cannes
Næsta greinEvrópsk kvikmyndahátíð í Selfossbíó