Selfoss úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Kvennalið Selfoss tapaði Stjörnunni eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag.

Liðin mættust á Samsung vellinum í Garðabæ og þar komust heimakonur yfir þegar um hálftími var liðinn af fyrri hálfleik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en tveimur mínútum fyrir leikslok tókst Ernu Guðjónsdóttur að jafna fyrir Selfoss. Ekki er framlengt í Lengjubikarnum heldur tekur vítaspyrnukeppni við ef jafnt er að loknum venjulegum leiktíma.

Stjörnukonur sigruðu örugglega í vítakeppninni, nýttu fjórar spyrnur, en Selfyssingar aðeins eina og því urðu lokatölur 5-2.

Stjarnan mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum en Blikar unnu Þór/Ak 3-0 í dag.

Fyrri grein„Allur gróður mjög þurr“
Næsta greinFlugeldafikt olli sinubruna