Selfoss náði 3. sætinu

Eva Lind Elíasdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tryggði sér sæti í úrslitakeppni Lengjubikarsins í kvöld með því að sigra ÍBV 4-2 á gervigrasvellinum á Selfossi.

Þetta var hörkuleikur þar sem bæði lið fengu góð færi til að bæta við mörkum. Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfossi yfir á 17. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig en sjö mínútum síðar jafnaði ÍBV eftir skyndisókn. Donna-Kay Henry kom Selfyssingum hins vegar í 2-1 með skalla af örstuttu færi á 32. mínútu eftir snarpt upphlaup þar sem Magdalena Reimus og Eva Lind Elíasdóttir gerðu vel í undirbúningnum. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Eyjakonur misstu mann af velli snemma í seinni hálfleik með rautt spjald á bakinu og fimm mínútum síðar skoraði Henry þriðja mark Selfoss. ÍBV fékk svo vítaspyrnu á 77. mínútu og minnkaði muninn í 3-2 en Guðmunda tryggði Selfyssingum 4-2 sigur með góðu marki í uppbótartíma. Lokatölur 4-2.

Selfoss mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum næstkomandi laugardag.

Fyrri greinBanaslys á Biskupstungnabraut
Næsta greinGrýlupottahlaup 1/2015 – Úrslit