Sandiford í markið hjá Selfyssingum

Selfyssingar hafa samið við bandaríska markvörðinn Chanté Sandiford um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar.

Að sögn Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfossliðsins, er Sandiford öflugur markvörður en hún var viðloðandi yngri landslið Bandaríkjanna og var í öflugu skólaliði UCLA háskólans.

Að lokinni útskrift samdi hún við rússneska liðið FC Zorky Krasnogorsk og var valin markvörður ársins í Rússlandi árið 2013 þegar hún leiddi lið Zorky að rússneska meistaratitlinum.

Að sögn Gunnars er verið að ganga frá leikmannamálum Selfossliðsins þessa dagana og ættu fleiri fréttir af leikmannamálum að berast í kringum áramótin.

Fyrri greinFjárhagsáætlun og framtíð Árborgar
Næsta greinStórsigur hjá Þórsurum