Jana Lind yngsti sigurvegari kvennaglímunnar

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram á Laugalandi i Holtum í síðustu viku. Smári Þorsteinsson og Jana Lind Ellertsdóttir urðu fjórðungsmeistarar.

Keppt var á tveimur dýnulögðum völlum í flokkum 10 ára og yngri, 11, 12, 13, 14 og 15 ára en fullorðinsflokkar 16 ára og eldri kepptu á gólfi.

Alls sendu fjögur félög þrjátíu keppendur til leiks en rétt til þátttöku eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni.

Tungnamaðurinn Smári Þorsteinsson varð fjórðungsmeistari í annað sinn, en hann vann sinn fyrsta titil í fyrra. Jana Lind Ellertsdóttir úr Garpi keppti í fyrsta sinn um titilinn í kvennaflokki og eftir langa og spennandi keppni stóð hún uppi sem fjórðungsmeistari.

Hún er 14 ára gömul og er að sögn kunnugra yngsti kvennkeppandinn frá upphafi til að vinna titlinn í kvennaflokki. Allir keppendur voru jafnir að lokinni hefðbundinni keppni og var þá glímd önnur umferð án tímamarka. Guðrún Inga Helgadóttir gekk úr keppni að lokinni aukaglímu hennar og Jönu.

Hér að neðan er getið um verðlaunahafa í flokkum 11 ára og eldri, en keppendur 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu. Heildarúrslit eru á www.hsk.is.

Verðlaunahafar:

Karlar 16 ára og eldri
1. Smári Þorsteinsson Bisk.
2. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótanda
3. Guðni Björnsson Garpi

Konur 16 ára og eldri
1. Jana Lind Ellertsdóttir Garpi
2. Laufey Ósk Jónsdóttir Bisk.

Meyjar 14 ára
1. -2. Jana Lind Ellertsdóttir Garpi
1.- 2. Laufey Ósk Jónsdóttir Bisk.

Piltar 13 – 14 ára
1. Sindri Ingvarsson Dímon
2. Gústaf Sæland Bisk.

Stúlkur 13 ára
1. Sigurlín Franziska Arnardóttir Garpi.
2. Dagný Rós Stefánsdóttir Garpi

Stelpur 12 ára
1. Birgitta Saga Jónsdóttir Dímon
2. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir Dímon

Strákar 12 ára
1. Kristján Bjarni Indriðason Dímon
2. Aron Sigurjónsson Dímon

Stelpur 11 ára
1. Þóra Björg Yngvadóttir Garpi
2. Guðný Salvör Hannesdóttir Garpi

Strákar 11 ára
1. Ólafur Magni Jónsson Bisk.
2. Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson Bisk.
3. Unnsteinn Reynisson Þjótandi

Fyrri greinKindahræ á víðavangi í Ölfusinu
Næsta greinVarúðarráðstafanir vegna veðurs