Spennandi keppni í fyrri umferð

Fyrri umferðin í héraðsmóti kvenna í blaki og fyrri hlutinn í karlakeppninni var leikin á Laugarvatni í síðustu viku. Konurnar spiluðu á þriðjudag og karlarnir á fimmtudag.

Í kvennaflokki er leikið í tveimur deildum í vetur og raðast félögin í deildir eftir árangri í síðustu keppni.

Karlaflokkur:
Sex lið eru skráð í mótið í vetur. Dímon náði ekki að manna lið í fyrri hlutann, en verða með í þeim seinni. Það stefnir í spennandi seinni hluta, en Hamarsmenn standa best að vígi. Karlamegin var bara spiluð ½ umferð, restin af leikjunum og einföld úrslit verða spiluð eftir áramót.

Staðan í karlaflokki eftir fyrri hlutann:

1. Hamar 1 9 stig
2.-4. Hrunamenn 6 stig
2.-4. Laugdælir 6 stig
2.-4. Samhygð 6 stig
5.-6. Hamar 2 0 stig
5.-6. Dímon 0 stig

1. deild kvenna
Hamar 1 vann alla sína leiki og er efst eftir fyrri umferðina. Liðið tapaði einni hrinu á móti Dímon-Heklu 1, sem varð hraðmótsmeistari á dögunum. Laugdælaliðið kom sterkt til leiks og er í öðru sæti.

Staðan í 1. deild eftir fyrri umferð:

1. Hamar 1 8 stig
2. Laugdælir 1 6 stig
3. Dímon-Hekla 1 4 stig
4. Dímon-Hekla 2 0 stig

2. deild kvenna
Hrunakonur í liði 1 unnu alla sína leiki og eru efstar í 2. deild. Þær koma til með að berjast um sæti í efstu deild við Hamar 2.

Staðan í 2. deild eftir fyrri umferð:

1. Hrunakonur 1 9 stig
2. Hamar 2 6 stig
3. Hrunakonur 2 3 stig
4. Laugdælir 2 0 stig

Seinni umferðin verður leikin á nýju ári. Heildarúrslit frá mótunum má sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinÖllum starfsmönnum sagt upp
Næsta greinÞór gaf eftir í lokin