Hamar tapaði heima

Kvennalið Hamars tapaði með 24 stiga mun þegar Grindavík kom í heimsókn í Domino’s-deildinni í körfubolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en um miðjan 2. leikhluta náði Grindavík 11 stiga forskoti, 18-29, og munurinn hélst svipaður fram að hálfleik. Staðan í leikhléinu var 25-35.

Grindavík byrjaði betur í 3. leikhluta, skoraði 8 fyrstu stigin og var komið með þægilegt forskot í kjölfarið, 25-43. Munurinn var orðinn 25 stig í upphafi 4. leikhluta og lokatölur urðu 49-73.

Þórunn Bjarnadóttir var stigahæst hjá Hamri með 18 stig, Salbjörg Sævarsdóttir skoraði 10 stig og tók 10 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir skoraði 9 stig, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4, Sóley Guðgeirsdóttir 2 og Jóna Sigríður Ólafsdóttir 1.

Hamar er á botni deildarinnar með 2 stig eins og KR og Breiðablik.

Fyrri grein„Þetta hefur safnast í kollinum á mér“
Næsta greinAðeins þrjár umsóknir í menningarsjóðinn